Úrskurðir kærunefndar jafnréttismála frá gildistöku jafnréttislaga nr. 10/2008 til október 2018. | ||
18. mars 2008 – 13 október 2018. Heildarfjöldi mála: 76. | ||
Varðar | Fjöldi mála | Athugasemdir |
Stöðuveiting, skipan í embætti, hæfismat, ráðning í starf | 45 | |
Uppsögn, starfslok | 5 | |
Kynferðisleg áreitni | 1 | Málsatvik í tíð eldri laga. Vísað frá vegna þess að kæran barst eftir að kærufrestur rann út. Ekki efnisleg skoðun. |
Samræming fjölskyldu og atvinnulífs | 1 | Kona fór fram á lækkað starfshlutfall vegna þess að hún kom barninu ekki til dagmömmu eftir fæðingarorlof. Brot á jafnréttislögum að fallast ekki á þetta. |
Mismunun | 7 | Öllum vísað frá þar se ekki sýnt fram á lögvarða hagsmuni kæranda. |
Félagsleg réttindi | 1 | Lagaskil varðandi endurhæfingarlífeyri og fæðingarorlof |
Ósk um túlkun laganna | 1 | Hvort auglýsing þar sem auglýst eftir konu til starfa sem veiðivörður væri brot á lögum. Kærunefndin ekki álitsgjafi. Vísað frá. |
Skipan í þingnefnd | 1 | |
Sértækar aðgerðir | 1 | Húsmæðraorlof á grundvelli laga lögmæt sértæk aðgerð í skilningi 2 gr |
Launamunur, launamismunun | 13 |
Í tengslum við endurskoðun jafnréttislaga vann ég greinargerð um fyrsta kafla gildandi laga með hliðsjón af þeim tækni- og samfélagsbreytingum sem hafa átt sér stað á þessum röska áratug frá gildistöku laganna. Þessa töflu setti ég upphaflega upp í tengslum við jafnrétti á vinnumarkaði, en hún reyndist ekki síður fróðleg í samhengi við #metoo og úrræði laganna til þess að taka á kynferðislegri áreitni á vinnustað. Ætla mér nú að skrifa grein uppúr þeim kafla einhvertíma þegar ég hef tíma.